Vefsíðugerð og stafrænar lausnir sem skila árangri
Ég býð upp á vefsíðugerð og lausnir á netinu sem hjálpa þinni starfsemi að vaxa og ná settum markmiðum
Þjónusta
Ég sérhæfi mig í
Hönnun og þróun stafrænna lausna fyrir félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja koma þjónustu, vörum, viðburðum eða upplýsingum á framfæri. Ég hjálpa þér að ná þínum markmiðum með markvissum og skapandi lausnum
Vefsíðugerð og hönnun
Með áherslu á vandaðar og fallegar vefsíðu lausnir, tryggjum við að hver heimasíða sé einstök og sérsniðin að þínum þörfum.
Veflausnir
Ég set upp veflausnir og kerfi sem henta þínu verkefni. Allt frá bókunarkerfum og dagatölum til rafrænna námskeiða.
Ráðgjöf
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt verkefni. Ég hjálpa þér að finna réttu lausnirnar fyrir þitt verkefni.
Leitarvélabestun
Ég býð uppá góða leitarvélabestun sem gerir þína vefsíðu sýnilega á google og öllum helstu leitarvélum.
Netverslun
Ég vinn meðal annars með
Verkin
Nokkrar vefsíður sem ég hef sett upp
Búum til flotta lausn saman!
Endilega láttu heyra frá þér ef þú ert með spurningar varðandi þjónustuna eða vilt fá tilboð í þitt verk.
FAQ
Algengar spurningar
Hvað kostar vefsíða?
Verðið fer eftir umfangi og flækjustigi verkefnis. Þú getur haft samband og fengið að kostnaðarlausu tilboð í þitt verk.
Hvað tekur langan tíma að setja upp vefsíðu?
Það fer allveg eftir umfangi verkefnis, en einfaldar síður taka að minnsta kosti 4 vikur.
Ég set einungis upp vandaðar vefsíður og lausnir sem eru sérsniðnar að hverju og einu verkefni, það mun taka lengri tíma en skilar sér í betri árangri til lengri tíma.
Hvaða gerðir vefsíða hannar þú?
Ég set upp allar gerðir vefsíða. Aðallega síður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. Það er hægt að sjá dæmi um verkefni sem ég hef unnið hér að ofan í verkefnasafni.
Ég get sett upp netverslanir, vörulista, lendingarsíður, blogg, bókunarvefi og fleira.
Setur þú upp vefsíður í WordPress?
Já, ég vinn mest með WordPress, það er öflugt og sveigjanlegt kerfi sem hentar bæði litlum og stórum fyrirtækjum.
Þótt ég noti mest megnis WordPress þá get ég líka unnið með önnur kerfi eins og Shopify ef það hentar þínu verkefni betur. Markmiðið er alltaf að velja lausn sem þjónar viðskiptavininum best.
Býður þú upp á hýsingu?
Já, ég get hýst síðurnar hjá mér en ég get líka þróað vefina hjá öðrum hýsingaraðilum.
Hvernig er ferlið að setja upp nýja vefsíðu?
- Kynning og markmið – Við ræðum helstu markmið og væntingar fyrirtækis til nýrrar vefsíðu.
- Hönnun & útlit – Þegar komin er góður skilningur á milli beggja aðila þá bý ég til hönnun í takt við það sem talað var um í fyrsta þrepi. Unnið er að hönnun þangað til þú ert 100% sáttur með útlit vefsíðu.
- Uppsetning – Hérna fer fram uppsetning vefsíðu í WordPress.
- Endurgjöf – Þú prófar síðuna og við gerum síðustu breytingar áður en hún fer í loftið.
- Birting & kennsla – Vefsíðan fer í loftið og ég kenni ykkur á kerfið svo hægt er að uppfæra og bæta við efni sjálf. Þetta getur breyst milli verkefna, miðað við kröfur sem eru gerðar og val á þjónustu.
Hvað er innifalið í vefsíðugerð?
Eftirfarandi er í flestum tilvikum innifalið í vefsíðugerð hjá mér, sem er svo breytilegt eftir hverju verki.
- Vefsíðugerð og hönnun / Uppsetning á vefsíðu
- WordPress vefumsjónarkerfi
- Leitarvélarbestun
- Tenging við samfélagsmiðla
- Hámörkun hraða vefsíðu
- Sýnikennsla fyrir innsetningu efnis
- Ásamt fleiri viðbætum
Setur þú upp netverslanir líka?
Já, ég get sett upp netverslanir með greiðslugátt og flóknari vefsíður. Námsvefi, leigu á vörum o.s.frv.
Meðmæli
Hvað segja viðskiptavinir mínir
Ég er þakklátur fyrir að fá að vinna með frábæru fólki. Hér eru nokkrar sögur frá ánægðum viðskiptavinum sem ég hef unnið með yfir árin.





